Veftré Print page English

Vöktun jökla og íss


Forseti á fund með dr. Barry Goodison, jöklafræðingi sem starfar við Alþjóða veðurmálastofnunina WMO, og bandaríska sérfræðinginn dr. Jeff Key frá Wisconsinháskóla í Madison um alþjóðlegt samstarf við vöktun jökla og íss um alla veröld, Global Cryosphere Watch, en slíkt vöktunarkerfi yrði lykilatriði til að meta hraða loftslagsbreytinga og áhrif á veðurfar. Einnig var rætt um nýja skýrslu á vegum Norðurskautsráðsins um loftslagsbreytingar á norðursvæðum en sú skýrsla yrði framhald tímamótaskýrslu sem Norðurskautsráðið gaf út fyrir nokkrum árum. Á fundinum voru einnig Árni Snorrason veðurstofustjóri og Þorsteinn Þorsteinsson jöklafræðingur.