Forseti Íslands
The President of Iceland
Þriðji póllinn - Himalajasvæðið
Forseti á fund með Helga Björnssyni prófessor, Þóru Ellen Þórhallsdóttur prófessor, Þorsteini Þorsteinssyni jöklafræðingi og Dagfinni Sveinbjörnssyni þróunarhagfræðingi um umræður og niðurstöður samráðsfundar vísindamanna og sérfræðinga frá ýmsum löndum sem nýlega var haldinn í Katmandu í Nepal. Á fundinum var fjallað um rannsóknir á jöklum, náttúru og vatnabúskap á Himalajasvæðinu og meðal þátttakenda voru sérfræðingar frá Kína, Indlandi, Nepal, Bútan og fleiri löndum, auk vísindamanna frá Evrópu og Bandaríkjunum. Þá var einnig fjallað um ferð Helga, Þóru og Dagfinns til Bútans en þar er mikill áhugi á samvinnu við íslenskt fræðasamfélag, einkum með tilliti til vöktunar jökullóna sem myndast í kjölfar bráðnunar jökla.
Letur: |
| |