Veftré Print page English

Fjölmiðlar á átakatímum


Forseti sækir fyrirlestur sem Kunda Dixit, ritstjóri og útgefandi Nepali Times, flutti við Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn fjallaði um vanda fréttamanna á tímum þjóðfélagslegra átaka og stríðs og lýsti Dixit ítarlega hvernig borgarastríðið í Nepal hefði leikið samfélagið og erfiðleikunum við að koma á á ný eðlilegum þjóðfélagsháttum. Kunda Dixit hefur einnig fjallað ítarlega um loftslagsbreytingar á Himalajasvæðinu sem meðal annars birtast í bráðnun jökla og kreppu í vatnsbúskap. Hann flutti annan fyrirlestur um það efni við Háskóla Íslands.