Veftré Print page English

Minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar


Forseti er viðstaddur minningarfyrirlestur Vilhjálms Stefánssonar sem fluttur var í lok ráðstefnu um Norðurslóðir. Fyrirlesturinn flutti Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor og  bar hann heitið Vísindamaðurinn í náttúrunni og náttúra vísindarannsókna; um hlutverk og samfélagslegar skyldur vísindamanna. Áður en fyrirlesturinn var fluttur minntist Níels Einarsson, forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar, Evelyn Stefánsson-Nef, sem lést í desember á síðastliðnu ári. Hún var eiginkona Vilhjálms Stefánssonar landkönnuðar og öflugur stuðningsmaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar.