Veftré Print page English

Sendiherra Japans


Forseti á fund með nýjum sendiherra Japans hr. Akiko Shirota sem afhenti trúnaðarbréf á Bessastöðum. Rætt var um gamalgróin viðskiptatengsl landanna, bæði á sviði sjávarútvegs og tækni, en japönsk fyrirtæki hafa framleitt vélbúnað í íslenskar virkjanir og öflugur innflutningur hefur verið á japönskum bílum til Íslands. Áhugi er á að efla samvinnu landanna á sviði jarðhita, m.a. með sameiginlegri aðkomu að verkefnum í öðrum löndum. Þá var og fjallað um væntanlega heimsókn utanríkisráðherra Össurar Skarphéðinssonar til Japans og jarðhitaráðstefnu sem haldin verður í tengslum við heimsóknina.