Iceland Geothermal
Forseti flytur lokaávarp á ráðstefnunni Iceland Geothermal en hún fjallaði um tækifæri Íslendinga í jarðhitanýtingu bæði hér á landi og víða um heim. Aðalræðumaður ráðstefnunnar var hagfræðingurinn Michael Porter, prófessor við Harvard Business School, sem þekktur er fyrir rannsóknir sínar á samkeppnishæfni þjóða og kenningar um myndun fyrirtækjaklasa þar sem sérstakar aðstæður og þekking nýtast í innbyrðis samvinnu lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem geta komið fram sem heild í samkeppni útávið. Porter telur að Íslendingar hafi mikið fram að færa á sviði jarðhitavinnslu og geti aukið tækifæri sín á því sviði með myndun jarðhitaklasa. Auk þess töluðu á ráðstefnunni erlendir sérfræðingar í klasamyndunum og forystumenn í orkuvinnslu og fjármálaþjónustu.
Ávarp forseta.