Veftré Print page English

Veiðimenn norðursins - Andlit aldanna


Forseti opnar sýningu Ragnars Axelssonar, RAX, ljósmyndara á myndum sem hann hefur tekið síðastliðinn aldarfjórðung af frumbyggjum á Norðurslóðum. Myndirnar lýsa menningu sem þróast hefur í árþúsundir en er nú í hættu vegna loftslagsbreytinga. Einnig eru á sýningunni myndir af ísmyndunum sem minna á hina hröðu bráðnun. Ljósmyndirnar koma einnig út í bók sem gefin hefur verið út í Bretlandi og Þýskalandi. Sýningin ber heitið Veiðimenn norðursins - Andlit aldana og er í Gerðarsafni í Kópavogi. Ávarp forseta.