Veftré Print page English

Tjáningarfrelsi. Upplýsingamiðlun


Forseti á fund með Birgittu Jónsdóttur alþingismanni um möguleika Íslands til að verða miðstöð fyrir upplýsingamiðlun og upplýsingageymslu sem nyti lagalegrar verndar og byggðist á afgerandi tjáningarfrelsi. Hópur þingmanna undir forystu hennar flutti þingsályktunartillögu sem samþykkt var síðasta vor um þetta efni og unnið er að framgangi hennar. Mikil alþjóðleg athygli er á þessu verkefni og hefur forseti verið spurður um það af fjölmörgum fréttamönnum og öðrum á ferðum sínum víða um heim.