Veftré Print page English

Orkumálaráðherra Rússlands


Forseti á fund með Sergey Shmatko orkumálaráðherra Rússlands, Alexey Kuzmitsky ríkisstjóra Kamtsjatka, Evgeny Dod forstjóra RusHydro og sendinefnd þeirra sem heimsækja Ísland í framhald af viðræðum forseta við Medvedev forseta Rússlands og Putin forsætisráðherra í Moskvu í síðasta mánuði. Rætt var um þátttöku Íslendinga í jarðhitanýtingu í Rússlandi, sérstaklega í Kamtsjatka, með byggingu orkuvera, lagningu hitaveitna, þróun gróðurhúsaræktunar og heilsulinda. Forystumenn rússnesku sendinefndarinnar lýstu miklum áhuga á slíkri samvinnu við Íslendinga um einstök verkefni sem gæti orðið grundvöllur að víðtækari samvinnu, bæði í Rússlandi og í öðrum löndum, en RusHydro er eitt af stærstu orkufyrirtækjum heims. Að loknum fundinum bauð forseti til kvöldverðar þar sem fulltrúar ýmissa stofnana og fyrirtækja á Íslandi voru meðal gesta.