Veftré Print page English

Sendiherra Kína


Forseti á fund með sendiherra Kína á Íslandi Su Ge til að ræða úrvinnslu ýmissa verkefna og hugmynda sem rædd voru á fundum forseta í heimsókn hans til Kína 4.-15. september. Rætt var um verkefni á sviði jarðhitanýtingar í Kína, m.a. í Innri Mongólíu, Shaanxi og Yunnan, rannsóknir á jöklum á Himalajasvæðinu og samstarf íslenskra og kínverskra vísindamanna, þróun tengsla við Kínversku heimskautastofnunina, viðburði á sviði menningar og lista, sem og heimsóknir kínverskra ráðamanna til Íslands á næsta ári þegar 40 ár verða liðin frá því Ísland og Kína tóku upp stjórnmálasamband. Þá var fjallað um viðbrögð við nýlegri veitingu friðarverðlauna Nóbels, þróun mannréttinda í Kína og samstarf við íslenska fræðasamfélagið á því sviði, sem og nýja samþykkt hóps eldri áhrifamanna í Kommúnistaflokki Kína um tjáningarfrelsi.