Veftré Print page English

Jarðhitaverkefni


Forseti á fund með forsvarsmönnum jarðhitafyrirtækisins Reykjavík Geothermal sem vinnur að verkefnum víða um heim. Rætt var meðal annars um árangur verkefnisins í Abu Dhabi þar sem íslensk jarðhitatækni skilaði tímamótaárangri varðandi möguleika í eyðimörk Miðausturlanda. Einnig var rætt um hugmyndir sem fram komu í heimsóknum forseta til Kína og Rússlands nýverið frá forystumönnum þessara landa um aukna samvinnu við Íslendinga. Einnig var fjallað um möguleika á jarðhitanýtingu í Austur-Afríku og víðar í veröldinni en vaxandi eftirspurn er eftir íslenskri tækniþekkingu á þessu sviði.