Seðlabankastjóri Kína
Forseti á fund með bankastjóra Seðlabanka Kína, Zhou Xiaochuan, um vaxandi samskipti landanna, mikilvægi gjaldeyrisskiptasamningsins sem gerður var fyrr á þessu ári milli Seðlabanka Kína og Seðlabanka Íslands og hvernig sá samningur getur greitt fyrir auknum viðskiptum, útflutningi frá Íslandi, fjárfestingum, verkefnum á sviði jarðhita í Kína, ferðaþjónustu og fjölgun kínverskra ferðamanna til Íslands sem og stuðlað að sameiginlegum verkefnum á sviði hreinnar orku annars staðar í veröldinni. Fundinn sat einnig Már Guðmundsson seðlabankastjóri og embættismenn kínverska og íslenska seðlabankans en fyrr um daginn hafði seðlabankastjóri Kína átt fundi í Seðlabankanum og með ráðherrum í ríkisstjórn Íslands.
Myndir.