Vígsluhátíð í Íþróttamiðstöðinni á Ólafsfirði
Forseti tekur þátt í fjölsóttu kaffisamsæti bæjarstjórnar Fjallabyggðar og Vegagerðar ríkisins sem haldið er í Íþróttamiðstöðinni á Ólafsfirði að lokinni vígslu Héðinsfjarðarganga. Forseti flutti ávarp og fjallaði meðal annars um mikilvægi Héðinsfjarðarganga, ekki aðeins fyrir byggðarlögin nyrðra heldur einnig þjóðina alla, þau sköpuðu fjölda nýrra tækifæra í ferðaþjónustu og opnuðu öllum íbúum landsins paradís fyrir vetraríþróttir. Um eitt þúsund íbúar og gestir sóttu hátíðina.
Ávarp forseta