Veftré Print page English

Þriðji póllinn


Forseti á fund með dr. Yao Tandong, forystumanni í jöklarannsóknum í Kína og stjórnanda verkefnis sem kennt er við þriðja pólinn. Forseti heimsótti rannsóknastofnun hans í síðasta mánuði í ferð sinni til Kína og dr. Yao Tandong átti í dag fundi með jöklafræðingum og öðrum náttúruvísindamönnum við Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands. Rætt var um margvíslega möguleika á aukinni samvinnu, hvernig nýta mætti rannsóknir á íslenskum jöklum og á gróðurfari á jöklasvæðum við þróun hliðstæðra verkefna á Himalajasvæðinu.