Veftré Print page English

Himalajajöklarnir. Fyrirlestur


Forseti sækir fyrirlestur dr. Yao Tandong, helsta sérfræðings Kína í jöklarannsóknum, sem hann flutti í boði Háskóla Íslands og forseta. Fyrirlesturinn var liður í fyrirlestraröðinni Nýir straumar sem forseti stofnaði til fyrir nokkrum árum. Í upphafi flutti forseti stutt ávarp og fagnaði komu hins kínverska vísindamanns til Íslands og kvaðst vona að viðræður hans við íslenska jöklafræðinga og aðra náttúruvísindamenn leiddu til öflugs rannsóknasamstarfs. Bráðnun jökla í Himalajafjöllum, á norðurslóðum og á Suðurskautslandinu fælu í sér alvarlega ógn fyrir allar þjóðir heims.