Veftré Print page English

Heilsueflandi framhaldsskóli


Forseti er viðstaddur og flytur ávarp á hátíðarsamkomu í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði þar sem ýtt var úr vör verkefninu "Heilsueflandi framhaldsskóli". Það felur í sér samstarf nemenda, skólayfirvalda og Lýðheilsustöðvar um fjögurra ára verkefni þar sem áherslurnar eru: hreyfing, næring, geðrækt og lífsstíll. Þegar hafa margir framhaldsskólar lýst vilja sínum til að taka þátt í verkefninu. Forseti afhjúpaði ásamt skólameistara Flensborgarskóla og forstjóra Lýðheilsustöðvar skilti sem helgað er þessu verkefni.