Veftré Print page English

Sendiherra Súdans


Forseti á fund með nýjum sendiherra Súdans á Íslandi, frú Ilham Ibrahim Mohamed Ahmed, sem afhenti trúnaðarbréf á Bessastöðum. Fjallað var ítarlega um viðleitni til að treysta frið í landinu og bæta sambúð ættbálka og þjóðarbrota þar, sem og tilraunir til að koma í veg fyrir frekari vopnuð átök og styrkja almenn réttindi íbúanna og efla þar með efnahagslega og félagslega þróun. Önnur Norðurlönd hefðu átt hlut að árangursríkum verkefnum í Súdan og vonir væru bundnar við að Ísland gæti einnig rétt hjálparhönd og miðlað af reynslu sinni og þekkingu á komandi árum, enkum í ljósi aðstoðar Íslands við önnur ríki í Afríku.