Veftré Print page English

Sendiherra Georgíu


Forseti á fund með nýjum sendiherra Georgíu hr. David Kereselidze en hann er fyrsti sendiherra Georgíu gagnvart Íslandi. Rætt var um samskipti ríkjanna og möguleika á nýtingu jarðhita í Georgíu, sérstaklega til húshitunar og til að styrkja ferðaþjónustu. Einnig lýsti sendiherrann ýmsum þáttum deilnanna við Rússland og fjallaði um samskipti Georgíu við Evrópusambandið og NATO, sem og nauðsyn þess að leita friðsamlegra lausna á þeim vandamálum sem skapast hefðu á undanförnum árum.