Veftré Print page English

Sendiherra Noregs


Forseti á fund með nýjum sendiherra Noregs á Íslandi, hr. Dag Wernö Holter, sem afhenti trúnaðarbréf á Bessastöðum. Rætt var um góða samvinnu landanna, ný verkefni á norðurslóðum og mikilvægi þess að efla rannsóknir og farsæla stefnumótun á því sviði. Einnig var rætt hvernig útkoma Íslendingasagna í nýrri heildarútgáfu á norsku gæti orðið tilefni til að styrkja vitund um sameiginlegan menningararf. Að loknum fundinum var móttaka fyrir fulltrúa ýmissa samtaka, stofnana og fyrirtækja sem náin tengsl hafa við Noreg.