Veftré Print page English

Umhverfisvernd. Ný nálgun


Forseti á fund með Paul Martin, yfirmanni lagadeildar við Háskólann á Nýja-Englandi í Ástralíu, Miriam Verbeek, sérfræðing í félagslegum hliðum umhverfisverndar og Andrési Arnalds, fagstjóra hjá Landgræðslu ríkisins. Fjallað var um alþjóðlegt samstarf sérfræðinga í þeim tilgangi að skerpa regluverk og sáttmála sem tryggt geta árangursríka verndun umhverfis og lífríkis.