Veftré Print page English

Indland-Ísland: Endurnýjanleg orka


Forseti á fund með dr. Farooq Abdullah, ráðherra endurnýjanlegrar orku í indversku ríkisstjórninni, sem dvelur á Íslandi næstu daga í boði iðnaðarráðherra, til að kynna sér fjölþætta nýtingu jarðhita og vatnsorku. Rætt var um þátttöku íslenskra aðila í verkefnum á Indlandi, sérstaklega í Kasmír og á Himalajasvæðinu. Að fundinum loknum bauð forseti til kvöldverðar þar sem fulltrúar íslenskra stofnana, stjórnvalda, verkfræði-, orku- og tæknifyrirtækja og Samtaka íslenskra garðyrkjubænda og Landbúnaðarháskóla Íslands kynntu starfsemi sína.