Veftré Print page English

Heiðursfélagi


Forseti Íslands var í gær, fimmtudaginn 23. september, gerður að heiðursfélaga í Rússneska landfræðifélaginu við hátíðlega athöfn á Alþjóðaþingi um Norðurslóðir sem haldið er í Moskvu. Forsætisráðherra Rússlands, Vladimir Putin, afhenti forseta heiðursskjal og sérstakt innsigli úr bronsi þessu til staðfestingar.

Í ávarpi sem formaður Rússneska landfræðifélagsins, Sergei Shoigu flutti við þetta tilefni vísaði hann til margþætts framlags forseta Íslands til málefna Norðurslóða, en forsetinn hefði um árabil verið virkur þátttakandi í samvinnu og samræðum um málefni Norðurslóða og stuðlað að auknum tengslum rannsóknarstofnana, háskóla og fræðimanna.

Í heimsókn forseta til Moskvu, sem lauk í gærkvöldi, átti hann viðtöl við ýmsa fjölmiðla og svaraði fyrirspurnum á fjölmennum blaðamanna¬fundi. Forseti var í sérstökum viðtalsþætti í rússneska fréttasjónvarpinu RIA Novosti og einnig í alþjóðlegu rússnesku sjónvarpsstöðinni Russia Today auk þess sem hann ræddi sérstaklega við aðra fréttamiðla, þar á meðal fréttavef Bloomberg.

Mynd frá athöfninni má nálgast á vefsetri forsetaembættisins.