Sendiherra Bandaríkjanna
Forseti á fund með nýjum sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi Luis E. Arreaga-Rodas sem afhenti trúnaðarbréf á Bessastöðum. Rætt var um að efla samvinnu Íslands og Bandaríkjanna á sviði hreinnar orku, menningar, vísinda og norðurslóða með sérstöku tilliti til legu Íslands í Atlantshafi, loftslagsbreytinga og nýrra siglingaleiða sem og langvarandi samstarfs ríkjanna. Að loknum fundinum var móttaka fulltrúa ýmissa samtaka, stofnana og fyrirtækja með náin tengsl við Bandaríkin.