Veftré Print page English

Samvinna við Kína - Fjölþætt dagskrá


Forseti flutti í gær, fimmtudaginn 9. september, setningarræðu á orkuráðstefnu sem haldin var í sýningarskála Íslands á heimssýningunni í Shanghai. Ráðstefnuna sóttu forystumenn orkumála víða að úr Kína ásamt stjórnendum orkustofnunar landsins sem og kínverskir sérfræðingar. Efni ráðstefnunnar var að kynna reynslu Íslendinga af nýtingu hreinnar orku, einkum jarðhita, sem gæti nýst Kínverjum, með sérstakri áherslu á lagningu hitaveitna í kínverskum borgum og bæjum, sem og með því að loftkælingarkerfi borganna yrðu að einhverju leyti knúin með jarðvarma. Myndir. Fréttatilkynning.