Veftré Print page English

Leiðrétting á frétt


Í frétt Morgunblaðsins í dag, fimmtudaginn 9. september, segir í fyrirsögn: „Um 70 manns í sendinefnd forsetans í Sjanghæ“. Þessi fullyrðing er síðan endurtekin í fréttinni.
Þetta er rangt; það eru ekki 70 manns í sendinefnd forseta. Af hálfu embættis forseta Íslands er aðeins Árni Sigurjónsson skrifstofustjóri embættisins í fylgd forsetahjóna auk þess sem Kristín A. Árnadóttir sendiherra Íslands í Kína og starfsfólk sendiráðsins hafa verið með forseta í dagskrá hans. Hins vegar eru nú staddir í Kína fjölmargir Íslendingar, m.a. í tengslum við dagskrá þjóðardags Íslands á heimssýningunni í Sjanghæ eða vegna atburða sem þeir hafa sjálfir skipulagt og eru á þeirra eigin vegum; þeir eru í Kína á vegum stofnana, fyrirtækja og samtaka á Íslandi en ekki embættis forseta Íslands. Fréttatilkynning