Ábyrg fjármálastjórn ríkja
Forseti flytur
setningarræðu á sérstökum fundi UNCTAD um ábyrga fjármálastjórn ríkja. Í ræðunni lagði forseti áherslu á að endurskipulagning hins alþjóðlega fjármálakerfis yrði byggð á ábyrgri fjármálastefnu ríkja, samvinnu og stöðugleika. Hann varaði við þeim hættum sem mikil skuldasöfnun hefði í för með sér. Þær hefðu áður fyrr verið bundnar við þróunarríki en settu nú svip á vanda ýmissa Evrópuríkja.
Íslenska ríkið hefði ávallt staðið við allar sínar alþjóðlegu skuldbindingar og greitt að fullu þau lán sem það hefði tekið. Helstu orsakir fjármálakreppunnar á Íslandi hefðu verið bundnar við óábyrga lánastarfsemi þriggja einkabanka, einkum í öðrum löndum.
Myndir.
Fréttatilkynning