Forseti Íslands
The President of Iceland
Samvinna við Indland
Forseti á fund með ráðherra utanríkismála á Indlandi, frú Preneet Kaur, þar sem rætt var um aukna samvinnu Indlands og Íslands að undanförnu, m.a. í kjölfar opinberrar heimsóknar forseta til Indlands í janúar. Nýting hreinnar orku, einkum jarðhita, og sú tækniþekking sem Íslendingar hafa yfir að ráða, samstarf á sviði vísinda og rannsókna, m.a. með tilliti til loftslagsbreyintga og bráðnunar jökla, framleiðsla lyfja og samvinna á sviði upplýsingatækni eru meðal þeirra þátta sem vaxandi áhersla er á í samskiptum landanna. Einnig hafa tengslin á vettvangi stjórnmála aukist og byggjast á þeim lýðræðishefðum sem bæði löndin búa að enda er Indland fjölmennasta lýðræðisríki veraldar og lýðræði á Íslandi á sér djúpar rætur í sögu þjóðarinnar. Að loknum fundinum bauð forseti til kvöldverðar til heiðurs hinum indverska ráðherra.
Letur: |
| |