Sendiherra Rúanda
Forseti á fund með nýjum sendiherra Rúanda, frú Jacqueline Mukangira, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um árangur þjóðarinnar við endurreisn mannlífs og stjórnkerfis í kjölfar hinna blóðugu átaka sem höfðu í för með sér þjóðarmorð og víðtækar hörmungar. Þá var einnig fjallað um ríkulega möguleika Rúanda til að nýta jarðhita, vatnsorku og aðrar auðlindir og óskir ráðamanna landsins um nána samvinnu við Ísland á því sviði. Rúanda hefur möguleika á að verða í fararbroddi ríkja í Afríku við nýtingu hreinnar orku, sem og að þróa upplýsingatækni sem þegar hefur verið lagður grundvöllur að.