Veftré Print page English

Forvarnardagurinn


Forseti á fund með fulltrúum Rannsókna og greiningar um Forvarnardaginn sem fyrirhugað er að halda í haust. Skipulag dagsins yrði með sama hætti og áður og yrði það í fimmta sinn sem Forvarnardagurinn yrði haldinn. Dagskrá hans fer fram í 10. bekk í grunnskólum landsins og hafa ÍSÍ, UMFÍ og skátahreyfingin ásamt sveitarfélögum í landinu verið öflugir þátttakendur í deginum. Hann hefur og verið myndarlega studdur af Actavis.