Veftré Print page English

Hátíðartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands


Forseti sækir hátíðartónleika Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands sem haldnir eru í hinu nýja menningarhúsi Hofi. Það eru fyrstu tónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar í Hofi og flytur hljómsveitin m.a. nýtt verk eftir Hafliða Hallgrímsson tónskáld. Víkingur Heiðar Ólafsson mun síðan leika píanókonsert eftir Grieg og lýkur tónleikunum með flutningi á Níundu sinfóníu Dvoráks. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Guðmundur Óli Guðmundsson.