Sendiherra Þýskalands
Forseti á fund með nýjum sendiherra Þýskalands hr. Hermann-Josef Sausen sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um aldalöng tengsl landanna, áhrif á sviði menningar, mennta, trúar og viðskipta. Í upphafi nýrrar aldar sé mikilvægt að leggja áherslu á samvinnu varðandi þróun norðurslóða og nýtingu hreinnar orku, einkum jarðhita í Þýskalandi og Mið-Evrópu. Bókasýningin í Frankfurt á næsta ári þar sem Ísland verður í heiðurssæti verði mikilvægur viðburður. Viðræður Íslands við Evrópusambandið skapi einnig ný verkefni í samskiptum landanna. Að loknum fundi forseta og sendiherra var móttaka fyrir fjölda fólks sem tengist samvinnu Íslands og Þýskalands.