Veftré Print page English

Rauði krossinn. Göngum til góðs


Forseti á fund með formanni Rauða kross Íslands Önnu Kristjánsdóttur og framkvæmdastjóra samtakana Kristjáni Sturlusyni um landsöfnunina Göngum til góðs sem fram mun fara í byrjun október. Líkt og í fyrri söfnunum munu sjálfboðaliðar heimsækja öll heimili á landinu og er hvatt til þess að fjölskyldur og vinahópar taki sig saman og gangi til liðsinnis góðum málstað. Söfnunin að þessu sinni er helguð hjálparstarfi í Afríku, aðstoð við þá sem búa við kröppust lífskjör, með sérstakri áherslu á hjálparverkefni í Malaví. Safnanirnar hafa á undanförnum árum skilað miklum árangri og gert Rauða krossi Íslands kleift að vera öflugur fulltrúi landsins í alþjóðlegu hjálparstarfi.