Veftré Print page English

Snorri plús verkefnið


Forseti tekur á móti og ræðir við hóp af fólki af íslenskum ættum frá Kanada, einkum Winnipeg, Manitoba og Saskatchewan. Rætt var um ferðir Íslendinga vestur um haf, reynslu landnemanna og þróun byggðanna í Vesturheimi. Einnig var fjallað um aukin tengsl fólks af íslenskum ættum við Ísland á síðari árum en Snorri plús verkefnið er liður í þeirri starfsemi. Þátttakendur í því eru fullorðið fólk af íslenskum ættum en verkefnið tekur mið af Snorra verkefninu sem ætlað er ungmennum.