Veftré Print page English

Sjálfbær veröld. Ný stofnun


Forseti er viðstaddur undirritun samkomulags um nýja stofnun sem helguð er sjálfbærri veröld. Stofnunin er byggð á hugmyndafræði bandaríska arkitektsins William McDonough en hann er aðalhvatamaður hennar. Stofnuninni er ætlað að votta byggðarlög, eyjasamfélög og þjóðir sem breyta lífsháttum sínum, byggingartækni og framkvæmdum í þágu sjálfbærrar veraldar. Kenningarnar og rannsóknir sem stofnunin mun styðjast við eru byggðar á grundvallarriti McDonough, Cradle to Cradle. Stofnunin hefur aðsetur í Kaliforníu í Bandaríkjunum en undirritunin fór fram á Íslandi að viðstöddum ýmsum sérfræðingum sem vinna munu með stofnuninni.