Alþjóðlegt kóramót. Norðurlönd. Eystrasaltsríkin.
Forseti flytur
ávarp á opnunartónleikum alþjóðlegs kóramóts en tónleikarnir fara fram í Laugardalshöllinni. Mótið sækir fjöldi kóra frá Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjunum. Alls munu um 1800 söngvarar taka þátt í mótinu. Fjölmargir tónleikar verða haldnir sem og námskeið og kynningar. Í dagskrá mótsins er einnig að finna kveðju frá forseta.
Kveðja á íslensku. Kveðja á ensku.