Veftré Print page English

Samúðarkveðjur til Kína og Pakistans


Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur í dag sent forseta Kína Hu Jintao samúðarkveðjur vegna náttúruhamfaranna sem orðið hafa í Kína að undanförnu. Á annað þúsund hafa látist og mikill fjöldi misst heimili sín enda eyðilegging þorpa og byggða gífurleg.

Þá hefur forseti Íslands einnig sent forseta Pakistans Asif Ali Zardari samúðarkveðjur vegna hinna hrikalegu flóða sem valdið hafa gríðarlegu tjóni í landinu. Margar milljónir berjast nú við afleiðingar flóðanna, manntjón verið mikið og hætta hefur skapast á útbreiðslu sjúkdóma.

Hugur Íslendinga sé með fjölskyldum og ættingjum þeirra sem látið hafa lífið og þeim mikla fjölda sem daglega heyr harða baráttu.