Svipmyndir úr norðursiglingum
Forseti opnar sýninguna Svipmyndir úr norðursiglingum í
Sjóminjasafni Reykjavíkur, Víkinni. Á sýningunni eru sýndar myndir rússneska ljósmyndarans Robert Lvovich Diament sem hann tók í síðari heimsstyrjöldinni af skipalestum sem sigldu um Norður-Atlantshafið til norðurhluta Rússlands. Siglingarnar voru mikilvægur þáttur í síðari heimsstyrjöldinni og gegndi Ísland þar mikilvægu hlutverki. Fyrir nokkrum árum var haldin ráðstefna á vegum Háskóla Íslands um þessa sögu.
Ávarp forseta.