Veftré Print page English

Utanríkisráðherra Úkraínu


Forseti á fund með utanríkisráðherra Úkraínu hr. Kostyantyn Gryshchenko og sendinefnd hans en hann undirritaði í dag fríverslunarsamning milli EFTA og Úkraínu. Þessi samningur er mikilvægur áfangi í samskiptum landanna og var á fundinum lögð áhersla á að auka þau á komandi árum. Ráðherrann flutti forseta kveðju frá forseta Úkraínu Viktor Yanukovych ásamt boði um að koma í opinbera heimsókn til landsins. Þá var rætt um forn tengsl landanna sem birtast í Íslendingasögum, stjórnmálalega þróun í Úkraínu og aukinn stöðugleika, áform um aðild að Evrópusambandinu, sem og samskipti við Rússland, Kína og Miðausturlönd.