Sendiherra Síles
Forseti á fund með nýjum sendiherra Síles hr. Juan Aníbal Barría García sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um samstarf þjóðanna á sviði menningar, hugsanlega þátttöku í lista- og menningarhátíðum, öflug tengsl landanna í sjávarútvegi og hugsanlega nýtingu jarðhita. Þá var rætt um viðbrögð Íslendinga við bankahruninu, stofnun rannsóknarnefndar og hvernig lýðræðisríki bregðast við áföllum á fjármálamörkuðum.