Veftré Print page English

Torfbæjarlíkan á Egilsstöðum


Forseti tekur þátt í opnunarhátíð torfbæjarlíkans sem nemendur úr 8. bekk Egilsstaðaskóla hafa reist í samvinnu við Minjasafn Austurlands. Torfbærinn á Galtastað í Hróarstungu er fyrirmynd líkansins og hafa nemendur kynnt sér gerð torfbæja og mannlíf á þeim tímum þegar þeir voru helsti húsakostur til sveita. Við athöfnina flutti forseti stutt ávarp þar sem hann fagnaði þessu framtaki, áréttaði mikilvægi þess að efla þekkingu á íslenska torfbænum enda væri nú rætt um að setja hann á heimsminjaskrá. Einnig nefndi forseti að slík samvinna grunnskóla og minjasafna gæti orðið veigamikill þáttur í fræðslu og varðveislu menningararfs í öllum landshlutum.