Veftré Print page English

Blaðamannafundur forsetanna


Að loknum viðræðufundi forseta með forseta Eistlands Toomas Hendrik Ilves ræddu þeir við blaðamenn. Þar lagði forseti Eistlands áherslu á reynslu landsins af aðild að Evrópusambandinu og bauð Íslendingum til þátttöku í sérstökum hátíðarhöldum á næsta ári í tilefni af 20 ára afmæli sjálfstæðis Eista. Forseti Íslands þakkaði hið góða boð, lagði áherslu á góða samvinnu landanna og taldi vel við hæfi að fyrsta opinbera heimsóknin til Íslands eftir bankahrunið 2008 hefði verið heimsókn forseta slíkrar vinaþjóðar. Síðdegis heimsótti forseti Eistlands Alþingi, ræddi við fulltrúa stjórnamálaflokka og hélt síðan fyrirlestur í Þjóðmenningarhúsinu.