Veftré Print page English

Íslensku menntaverðlaunin


Forseti veitir Íslensku menntaverðlaunin í kvöld. Athöfnin verður í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi og hefst dagskráin kl. 19:00.
Íslensku menntaverðlaunin, sem einkum eru bundin við grunnskólastarfið, verða veitt í fjórum flokkum:

1. Skóla sem sinnt hefur vel nýsköpun eða farsælu samhengi í fræðslustarfi.
2. Kennara sem skilað hefur merku ævistarfi eða á annan hátt skarað framúr
3. Ungum kennara sem í upphafi kennsluferils hefur sýnt hæfileika og lagt alúð við starf sitt.
4. Höfundi námsefnis sem stuðlað hefur að nýjungum í skólastarfi.

Öllum sem starfa á vettvangi grunnskóla og láta sig skólamál miklu varða, kennurum, nemendum, foreldrafélögum, skólum og öllum almenningi var boðið að tilnefna þá sem þeir töldu verðuga verðlaunahafa.
Tvær dómnefndir hafa starfað í aðdraganda verðlaunaveitingarinnar. Í þeirri dómnefnd sem fjallaði um tilnefningar í fyrsta og fjórða flokki, þ.e. skóla og námsefni, sátu:

• Ellert Borgar Þorvaldsson, skólastjóri Ártúnsskóla
• Svafa Grönfeldt, fv. rektor Háskólans í Reykjavík
• Börkur Hansen, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
• Finnur Friðriksson, lektor við Háskólann á Akureyri
• Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri Dalvíkur.
 

 Í dómnefnd sem fjallaði um tilnefningar í öðrum og þriðja flokki, þ.e. kennara, sátu:

• Hafrún Dóra Júlíusdóttir, fv. formaður skólanefndar Hafnarfjarðar
• Ragnar Z. Guðjónsson, sparisjóðsstjóri
• Ólafur H. Jóhannsson, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands
• Valgeir Gestsson, fv. skólastjóri
• Ragna Ólafsdóttir, fv. skólastjóri.

Fulltrúum fjölmiðla er boðið að vera viðstaddir verðlaunaveitinguna. Þar verða einnig meðal gesta kennarar, nemendur, áhugafólk um skólastarf og forystufólk á vettvangi kennara- og uppeldismenntunar í landinu.