Veftré Print page English

Hryðjuverkalögin. Afsökunarkveðja


Forseti á fund með Donald Martin og Anthony Miller sem vildu færa íslensku þjóðinni afsökunarkveðju frá Bretlandi vegna ákvarðana bresku ríkisstjórnarinnar haustið 2008 að beita hryðjuverkalögunum gegn Íslendingum. Þeir kynntu líka hugmyndir sínar um nauðsynlegar breytingar á bankakerfi, bæði í Bretlandi og á veraldarvísu, til að koma í veg fyrir að bankar yxu með óeðlilegum hætti og stefndu þannig hagsmunum almennings í hættu. Þeir hafa hitt fulltrúa ýmissa samtaka, alþingismenn og aðra, í heimsókn sinni til Íslands. Báðir hafa verið í forystusveit smærri fyrirtækja í Bretlandi. Fundinn sat einnig Gústaf Adolf Skúlason sem er formaður samtaka smáfyrirtækja í Svíþjóð.