Veftré Print page English

Jarðhiti á 21. öld


Forseti hlýðir á umræður í málstofu á Heimsþingi um jarðhita þar sem fjallað var um tækifæri í nýtingu jarðhita á 21. öld. Fjallað var um hvernig jarðhiti getur orðið veigamikill þáttur í orkukerfi nýrrar aldar í öllum heimsálfum og kynntar áætlanir sem sýna enn meiri framleiðslugetu á grundvelli jarðhita en áður var gert ráð fyrir. Guðni Jóhannesson orkumálastjóri var meðal frummælenda í málstofunni og lýsti samstarfi stjórnvalda á Íslandi, í Bandaríkjunum og í Ástralíu í þróun nýrrar jarðhitatækni. Niðurstöður frummælenda um tækifæri í jarðhitanýtingu voru hliðstæðar þeirri sýn sem lýst var í ræðu forseta á opnun Heimsþingsins. Vefsíða þingsins.