CNBC, Al Jazeera, þýskar sjónvarpsstöðvar
Forseti ræðir við bandarísku sjónvarpsstöðina CNBC sem sjónvarpar víða um heim, alþjóðlega útgáfu sjónvarpsstöðvarinnar Al Jazeera og fréttaritara þýsku sjónvarpsstöðvanna RTL, NTV og Vox um viðbrögð við gosinu í Eyjafjallajökli, tækifæri ferðaþjónustunnar á komandi mánuðum og árum og þá lærdóma sem draga má af hamförum náttúrunnar sem og viðbragðsáætlanir. Auk þess ræddi forseti við CNBC um endurreisn íslensks efnahagslífs í ljósi nýrrar álitsgerðar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.
Viðtal á CNBC.