Veftré Print page English

Samvinna við Maldíveyjar


Forseti á fund með Mohamed Nasheed forseta Maldíveyja sem er í heimsókn á Íslandi. Rætt var um samvinnu landanna á sviði sjávarútvegs og orkumála sem og nauðsyn þess að efla baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Ísland og Maldíveyjar fela í sér mikinn efnivið í slíka baráttu. Bráðnun jökla á Íslandi og norðurslóðum og hækkun sjávarborðs á Maldíveyjum sýna hvernig örlög veraldar eru nú samtvinnuð. Mynd
Nýting Íslendinga á hreinni orku í stað olíu og kola sannar að hægt er að breyta orkukerfi þjóða og draga þannig úr hættunni á loftslagsbreytingum. Þá var rætt um skipulag sjávarútvegs á Íslandi og tækniþróun á því sviði og hvernig það getur nýst Maldíveyjum. Þá lagði forseti Maldíveyja til að hann og forseti Íslands myndu í sameiningu hvetja aðrar þjóðir til að grípa til raunhæfra aðgerða í baráttunni geng loftslagsbreytinum.