Sendiherra Alsírs
Forseti á fund með nýjum sendiherra Alsírs hr. Fatah Mahraz sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um nýtingu jarðhita í Alsír og nauðsyn þess að gera áætlun um slíka þróun, hvernig íslenskir sérfræðingar og verkfræðifyrirtæki geti tekið þátt í þróun byggðar sem tekur mið af vörnum gegn jarðskjálftum. Einnig var fjallað um deildir Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi á sviði jarðhita, fiskveiða og landgræðslu.