Veftré Print page English

Steinsteypuverðlaunin


Forseti afhendir Steinsteypuverðlaunin á málþingi sem helgað er steinsteypudeginum. Verðlaunin eru veitt til að vekja athygli á frumlegri hönnun og til að efla samvinnu arkitekta og verkfræðinga á sviði steinsteyptra mannvirkja svo og að stuðla að framsæknu viðhorfi í íslenskum byggingariðnaði. Í dómnefnd verðlaunanna eru fulltrúar frá Steinsteypufélagi Íslands, Verkfræðingafélagi Íslands, Listaháskóla Íslands, Arkitektafélagi íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.