Eyrarrósin
Eyrarrósin var afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag kl. 16:00.
Eyrarrósin er sérstök viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Verndari Eyrarrósarinnar er Dorrit Moussaieff forsetafrú og afhenti hún viðurkenninguna og verðlaunagripinn.
Þrjú verkefni voru tilnefnd til Eyrarrósarinnar 2010:
• Tónlistarhátíðin Bræðslan á Borgarfirði eystra.
• Eiríksstaðir í Haukadal.
• Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildarmynda á Patreksfirði.
Verðlaunafé tengt Eyrarrósinni er að upphæð 1,5 milljónir króna og verðlaunagripurinn er eftir Steinunni Þórarinsdóttur myndlistarkonu. Að þessu sinni var það tónlistarhátíðin Bræðslan sem hlaut Eyrarrósina. Myndir.