Veftré Print page English

ABC - Börn hjálpa börnum


Forseti ýtir úr vör söfnun ABC-barnahjálpar með því að taka á móti fjörutíu grunnskólabörnum úr Álftanesskóla sem eru fulltrúar þeirra barna sem munu á næstu dögum og vikum safna fé til hjálpar börnum á Indlandi og Burkina Faso. Söfnunin ber heitið Börn hjálpa börnum og verður söfnunarfénu varið til að byggja skóla á Indlandi sem þjóna mun 250 börnum í Tamil Nadu og til að safna fyrir 150 sólarofnum fyrir fátækar fjölskyldur í Burkina Faso en þeir ofnar munu bæði spara tíma og peninga, draga úr óæskilegu skógarhöggi og jarðvegseyðingu og gera íbúunum kleift að nýta sólarorku á nýjan hátt.